0
clear
  • TASMAN - Vegan kvöldveski fyrir konur Eplaskinn ,,cruelty free" veganleður - CAMILLE
  • TASMAN - Vegan kvöldveski fyrir konur Eplaskinn ,,cruelty free" veganleður - CAMILLE
TASMAN - Vegan kvöldveski fyrir konur Eplaskinn ,,cruelty free" veganleður - CAMILLE

TASMAN - Kvöldveski - Eplaskinn ,,cruelty free" veganleður - CAMILLE

Tasman er lítil hliðartaska eða crossbody frá Camille í París og er fyrir allar stundir nútímakonunnar, í vinnuna, fyrir viðburði eða í ferðalögin fyrir það mikilvægasta svo sem kort, síma, farmiða og vegabréf. Töskuna má krossa yfir líkaman og þannig losa hendurnar til að huga að ferðatöskum. Ólina má taka af en hún er fest með hnúti, þannig breytist taskan í handtösku fyrir fínni viðbúrði. Er framleidd í Frakklandi í mörgum litum og efnum.    


Efni: Umhverfisvænt ítalskt efni, Frumat 100% eplaskinn. Fóður: PET (endurunnið pólýester)/lífræn bómull. Framleitt í Frakklandi.
Ummál: B 27sm x D 20sm
Fylgihlutir: Axlaról sem er 1sm að breidd og 120sm á lengd fylgir en er hægt að taka af.
Meðferð: Strjúkið yfir efnið með rökum klút og mildri sápu. Burstið ekki eða nuddið efnið til að forðast að skemma yfirborðið.

69,00 €
Magn

 

Öruggar greiðslur með öllum kortum og PayPal (ekki nauðsynlegt að opna Paypal-reikning)

 

Vegan taska, dýravæn, varanleg vegan leðurvara

Lítil hliðartaska

Lítil hliðartaska eða eins og oft er kallað ,,crossbody“ er ein hentugasta taska sem hægt er að finna í fataskáp hverrar konu. Tilvalin fyrir persónulegar eigur og við öll tækifæri svo sem í vinnuna, á veitingastað eða út á lífið og á ferðalögum. Axlarólin gerir töskuna fullkomna á ferðalögum til þess að geta haft hendurnar frjálsar og huga að ferðatöskunum. Lítill vasi að innan. Án dýraafurða, ,,cruelty free og vegan.

Frumat unnið úr eplaskinni á Ítalíu 

í Bolsano-héraði þar sem matvælaiðnaður notar eplin í safa og cíder og því nóg af eplaskinni sem má endurvinna. Það sem til fellur við framleiðsluna er þurrkað og tætt niður og endar í púðri sem er blandað saman við pólyuréthane. Eplaskinsleðrið er einstaklega sterkt, teygjanlegt og vatnsþétt. Þetta leður er nú orðið raunverulegur valkostur við töskugerð í stað leðurs af dýrum, minna mengandi og án þess dýraþjáningar. Að auki hefur eplaskinsleðrið marga af sömu eiginleikum og dýraleður.

0401 peau de pomme black

Lýsing

Efni
Cuir 100% peau de pomme
Kyn
Fyrir konur

Sérstakt vörunúmer


Camille

Eftir masternám í hönnun í Berlín steig Camille Vial sín fyrstu skref í tískunni í París. Seinna vann hún í sex ár við fataframleiðslu fyrir frönsk stórfyrirtæki í Nýju-Delí en við heimkomuna vildi Camille reyna að skapa sinn eigin tískuheim með gildum sem ekki höfðu verið á hennar vegi í fjöldaframleiðslunnni. Raphaël Vial, bróðir Camille, hafði lokið námi í viðskiptafræði og hafði komið að fyrirtækjarekstri tengdu verndun sjávar og því var umhverfistíska eitthvað sem kom vel til greina. Þannig varð fjölskyldufyrirtækið Camille til og þau systkini tóku til við að framleiða töskur úr veganleðri meðal annars úr ananasblöðum og eplaskinni. Hjá Camille er yfirskriftin umhverfisvænt, dýravænt (cruelty free) og framleitt á heimaslóðum. Plast er bannorð sem og allar dýraafurðir og markmiðið að hanna flottar töskur með sem minnstum kostnaði fyrir umhverfið.

Svipaðar vörur

Please wait...