0
clear
 • Java Innkaupataska Piñatex og Frumat veganleður úr ananasblöðum og eplaskinni CAMILLE
 • Java Innkaupataska Piñatex og Frumat veganleður úr ananasblöðum og eplaskinni CAMILLE
 • Java Innkaupataska Piñatex og Frumat veganleður úr ananasblöðum og eplaskinni CAMILLE
 • Java Innkaupataska Piñatex og Frumat veganleður úr ananasblöðum og eplaskinni CAMILLE
 • Java Innkaupataska Piñatex og Frumat veganleður úr ananasblöðum og eplaskinni CAMILLE
Java Innkaupataska Piñatex og Frumat veganleður úr ananasblöðum og eplaskinni CAMILLE

Java Innkaupataska Piñatex og Frumat veganleður - CAMILLE

  

Dæmigerð innkaupataska eins og þær eru oft kallaðar þó auðvitað sé hægt að gera margt fleira við svona stóra tösku sem er fyrir allt milli himins og jarðar sem þarf á hverjum degi. Upplögð í vinnuna, svo má nota hana í íþróttir og afhverju ekki í helgarferðina eða ferðalög. Frönsk framleiðsla úr Piñatex veganleðri úr ananasblöðum og Frumat sem er gert meðal annars úr eplahýði.    

Efni: Umhverfisvænt ítalskt gerfiefni með endurunnueplaskinni og Piñatex™ sem er gert með þráðum úr ananasblöðum. Fóður úr endurunnum plastflöskum og lífrænni bómull. Framleitt í Frakklandi.
Ummál: B 43sm x D 37sm x þ 13sm
Fylgihlutir: 55sm axlarólar. 
Meðferð: Strjúkið yfir efnið með rökum klút og mildri sápu. Burstið ekki eða nuddið efnið til að forðast að skemma yfirborðið.

 

210,00 €
Magn

 

Öruggar greiðslur með öllum kortum og PayPal (ekki nauðsynlegt að opna Paypal-reikning)

 

Vegan taska, dýravæn, varanleg vegan leðurvara

Innkaupataska eða ,,shopping bag“ - Tote - Camille 

Hentug kventaska af stærri gerðinni sem hefur töluvert rými fyrir ýmislegt sem þarf í daglegu lífi, til dæmis skjalamöppur fyrir vinnuna, fartölvu, snyrtitösku, farsíma og fleira. Fyrir konur með stíl en sem vilja þægilega tösku sem einfalt er að nota. Sömuleiðis upplögð fyrir íþróttir eða í ferðalagið svo sem í helgarferð eða sem handtaska með ferðatösku. Notast á öxlinni eða í hendi. Lokaður vasi að innan. Án dýraefna, ,,cruelty free og vegan.

Piñatex úr trefjum úr ananasblöðum

Er framleitt úr ananasblöðum án dýraafurða en með leður áferð og er því ,,cruelty free og vegan. Efnið fæst úr blöðum sem bændur á safna á ökrum sínum þegar ávöxturinn er uppskorinn, áður fyrr brendur með tilheyrandi mengun en nú mikilvægur kaupauki. Trefjunum úr laufunum er siðan umbreytt með ákveðnu iðnaðarferli. Það sem eftir er af laufunum er svo notað sem áburður (til að framleiða einn fermetra af Piñatexi þarf 480 ananaslauf eða um sextán ávexti). Trefjarnar mynd striga sem ekki er ofinn en er bæði léttur og einstaklega sterkur.

Frumat unnið úr eplaskinni á Ítalíu 

í Bolsano-héraði þar sem matvælaiðnaður notar eplin í safa og cíder og því nóg af eplaskinni sem má endurvinna. Það sem til fellur við framleiðsluna er þurrkað og tætt niður og endar í púðri sem er blandað saman við pólyuréthane. Eplaskinsleðrið er einstaklega sterkt, teygjanlegt og vatnsþétt. Þetta leður er nú orðið raunverulegur valkostur við töskugerð í stað leðurs af dýrum, minna mengandi og án þess dýraþjáningar. Að auki hefur eplaskinsleðrið marga af sömu eiginleikum og dýraleður.

TOTE 0101 BLACK

Lýsing

Efni
Cuir 100% peau de pomme
Kyn
Fyrir konur

Sérstakt vörunúmer


Camille

Eftir masternám í hönnun í Berlín steig Camille Vial sín fyrstu skref í tískunni í París. Seinna vann hún í sex ár við fataframleiðslu fyrir frönsk stórfyrirtæki í Nýju-Delí en við heimkomuna vildi Camille reyna að skapa sinn eigin tískuheim með gildum sem ekki höfðu verið á hennar vegi í fjöldaframleiðslunnni. Raphaël Vial, bróðir Camille, hafði lokið námi í viðskiptafræði og hafði komið að fyrirtækjarekstri tengdu verndun sjávar og því var umhverfistíska eitthvað sem kom vel til greina. Þannig varð fjölskyldufyrirtækið Camille til og þau systkini tóku til við að framleiða töskur úr veganleðri meðal annars úr ananasblöðum og eplaskinni. Hjá Camille er yfirskriftin umhverfisvænt, dýravænt (cruelty free) og framleitt á heimaslóðum. Plast er bannorð sem og allar dýraafurðir og markmiðið að hanna flottar töskur með sem minnstum kostnaði fyrir umhverfið.

Svipaðar vörur

Please wait...