0
clear

BERGÞÓR BJARNASON, STOFNANDI VEGAN MODE

Eftir tuttugu ára starf í franska tískuheiminum, hjá frægustu tískuhúsum Parísar, opna ég mína eigin vefverslun þar sem fara saman starfsreynsla og persónuleg lífsgildi.

Með gríðarlega reynslu af sölu á handtöskum og fylgihlutum, bæði hjá Yves Saint Laurent í Saint Germain des Prés-hverfinu og Chanel á Cambon-götu í París, stjórnaði ég í fjögur og hálft ár stærsta töskusölustað Michael Kors fyrir utan París í stórverslun. En þrátt fyrir velgengnina vantaði hann eitthvað inn í heildarmyndina.

Frá unga aldri heima á Íslandi hefur umhverfisvernd alltaf verið mér ofarlega í huga. Barn að aldri fylgdist ég með mömmu minni flokka lífrænt rusl í safnhaug fyrir garðinn, löngu áður en umhverfisvernd varð að umtalsefni. Áhyggjur mínar af loftslagsbreytingum og mengun jarðarinnar, sem blandast umhyggju fyrir dýrum er á endanum varð til þess að ég hætti að borða kjöt, kveiktu þá hugmynd að opna vefverslun með töskur og aðra fylgihluti úr öðrum efnum en dýraafurðum. Með því móti get ég blandað ástríðunni fyrir vistlegri jörð enn betur inn í líf og starf.

Þannig er Veganmode.fr orðið til, verslun sem hefur að markmiði að vernda náttúru og dýr. Þann 1. febrúar 2018 geta konur og menn valið úr fallegum töskum og öðrum smávörum úr leðri úr náttúrulegum efnum, endurunnum efnum eða lífrænum. Vörum sem hafa stíl en eru framleiddar með verndun umhverfisins í huga.

 • Camille

  Eftir masternám í hönnun í Berlín steig Camille Vial sín fyrstu skref í tískunni í París. Seinna vann hún í sex ár við fataframleiðslu fyrir frönsk stórfyrirtæki í Nýju-Delí en við heimkomuna vildi Camille reyna að skapa sinn eigin tískuheim með gildum sem ekki höfðu verið á hennar vegi í fjöldaframleiðslunnni. Raphaël Vial, bróðir Camille, hafði lokið námi í viðskiptafræði og hafði komið að fyrirtækjarekstri tengdu verndun sjávar og því var umhverfistíska eitthvað sem kom vel til greina. Þannig varð fjölskyldufyrirtækið Camille til og þau systkini tóku til við að framleiða töskur úr veganleðri meðal annars úr ananasblöðum og eplaskinni. Hjá Camille er yfirskriftin umhverfisvænt, dýravænt (cruelty free) og framleitt á heimaslóðum. Plast er bannorð sem og allar dýraafurðir og markmiðið að hanna flottar töskur með sem minnstum kostnaði fyrir umhverfið. Skoða vöru

 • Fantôme

  Fantôme er fjölskyldufyrirtæki í Bordeaux sem notar frábæra umhverfisvæna hugmynd : að búa til töskur úr notuðum reiðhjólaslöngum, 100% prósent endurvinnsla og án dýraafurða. Slöngunum er safnað í Suðvestur-Frakklandi til að draga úr mengun vegna flutninga. Töskur Fantôme eru ekki aðeins nútímalegar og stílhreinar heldur óslítandi þökk sé slöngunum sem gefur að skilja eru ótrúlegar hvað varðar endingu. Útgangspuntur í allri hönnun fyrirtækisins er að fara sem best með umhverfið, endurnýta en einnig að framleiða tískuvöru sem á að endast sem lengst. Að auki ,,cruelty free“ og vegan því það er ekki einu sinni notað lím við töskugerðina. Skoða vöru

 • Jean Louis Mahé

  Jean Louis Mahé kemur frá Suður-Frakklandi, nánar tiltekið í nágrenni Aix en Provence og framleiðir töskur án allra dýraafurða (100% vegan, umhverfisvænt og ,,cruelty free“). Samstarfaðilar eru vandlega valdir eftir umhverfisstöðlum og mannlegum gildum. Nafn tísuhússins er til heiður ömmu og afa hönnuðarins, Virginie Barbier, sem eru frá Bretagne-skaganum og er eins og bergmál af þeim gildum sem hún rekur til þeirra : virða náttúruna, njóta hennar og vera bergnuminn af undur hennar, allt með mikilli hógværð. Jean Louis Mahé er viðurkennt af PETA, stærstu dýraverndunarsamtökum í heimi og hlaut á árinu 2017 viðurkenningu fyrir bestu vegan-tösku ársins en það var Antilope sem eins og nafnið gefur að skilja vísar í villtar sléttur Afríku og Asíu sem er innblástur hönnuðarins. Skoða vöru

 • Kweder

  Kweder er ítalskur töskuframleiðandi sem framleiðir á Sikiley og notar menningararfleifð frá eyjunni í hönnun sinni. Til dæmis má nefna sem innblástur forna keramíkgerð, mósaík, pappírsgerð og málaralist og öll framleiðslan er handunnin. Kweder var stofnað árið 2016 af systrunum Kweder. Listrænn innblástur ræður för en einnig var hugmyndin að framleiðslan væri staðbundin og unnin af fólki í kring sem minnkar mengun við flutninga. Síðast en ekki síst var mikilvægt að hún væri vegan, þ.e. án dýraafurða og að hægt væri að rekja uppruna þeirra hráefna sem notuð eru. Það liggur því í augum uppi að að töskur Kweder eru undir litríkum og rómantískum ítölskum áhrifum enda suðlægir vindar sem leika um systurnar Kweder sem hafa alist upp með fæturna í Miðjarðarhafinu. Skoða vöru

 • Marlín Birna

  Marlín Birna fæddist í Reykjavík en hélt árið 1995 til Lúndúna til náms í tískuhönnun og tækni í London College of Fashion. Þessi spennandi reynsla fyrir unga íslenska konu opnaði ýmsa möguleika í hönnunargeiranum þar sem að Marlín sem sjálfstæður hönnuður gat látið hönnunarhæfileika sína njóta sín. Nýstárlegar hugmyndir sem þróuðust yfir í áþreifanlega hönnun sem svo urðu hornsteinn hennar eigin tískumerkis. Leiðin lá fyrst í hönnunteymi Lancôme á Bretlandi og fékk Marlín tvö ár í röð verðlaun fyrir einkennisbúning Lancôme í stórverslunum þar í landi. Einnig hannaði Marlín fyrir tónlistarkonuna Björku og var um tíma einn af hennar uppáhalds hönnuðum fyrir fjölda viðburða, hannaði búninga fyrir myndbönd og fleira í lok tíunda áratugarins. Í miðborg Lundúna starfaði Marlín fyrir þekktann, sjálfstætt starfandi skóhönnuð, Mörtu Jónsson. Nýjasta áhugasvið Marlínar Birnu eru skartgripir, ermahnappar, hálsmen og armbönd úr nýju og frumlegu efni, Piñatex, sem gert er úr trefjum unnum úr laufum af ananas sem hún blandar saman við málm. Skoða vöru

 • Paola Borde

  Paola Borde er fyrsti vegan hönnuðurinn sem notar aðferðir sem nálgast hátískuhúsin við töskugerð sína. Hágæðaframleiðendur hafa yfirleitt notast við krókódílaskinn, snák og fínasta kálfaskinn. En hjá Paolu Borde koma gæðin í umhverfisvænum efnum og án þjáningar dýra (cruelty free). Valhnetuviður er annað efnið sem Paola Borde hefur valið en hann er meðhöndlaður af hágæða handverksmönnum og þvert á það sem halda mætti eru töskur sem innihalda valhnetuvið alls ekki þungar. Hver einasta taska er algjörlega handunnin sem útskýrir hversu langan tíma það tekur. Annað sérkenni sem má nefna er söðulsporið svokallaða “le point de sellier“ eins og það heitir á frönsku en það er aðeins á færi sérfræðinga. Þá er hvert spor hnýtt sem gerir það af verkum að þó eitt gefi sig raknar saumurinn ekki upp líkt og saumur úr saumavél því hvert spor er sjálfstætt og ótengt því næsta. Skoða vöru

Traveler Pineapple

Vegan Traveler Pineapple var stofnað af ungum Íslandsvinum, Julie og David. Traveler Pineapple passar fulkomlega við heimspeki Vegan Mode þökk sé úrunum sem gerð eru úr hlyni með ólum úr jurtaleðri og úr endurunnum efnum, allt framleitt í Frakklandi, nánar tiltekið í borginni Besançon í elstu úrasmiðju Frakklands.

Auðvelt er að heillast af Traveler Pineapple með sínum glæsilegu úrum fyrir dömur og herra, öll fyrir bæði kynin fyrir utan eina seríu: Elle. Eitt það áhugaverðasta við þessi úr er að allar ólarnar passa á mismunandi úr (nema Elle sem er dömuúr) og er hægt að skipta um ól á nokkrum sekúndum. Minnsta mál er að eiga tvær eða fleiri gerðir af ólum. Annars vegar eru ólarnar úr endurunnu næloni af reipum af bátum og hins vegar eru þær úr pinatexi sem er leður úr ananaslaufi. Allar ólar eru án dýraafurða enda engar dýrafurðir hjá Vegan Mode. Gervileður er ekki alltaf mjög umhverfisvænt í framleiðslu en ólarnar í gervileðri hjá Traveler Pineapple eru úr afgöngum sem falla til í verksmiðju sem framleiðir gervileður og eru því endurvinnsla á því sem fellur til. Ekkert fer til spillis og allt er hér endurunnið.

Annað sem mælir með úrum Traveler Pineapple er viðurinn, það er hlynurinn, sem skapar ekki aðeins frumlegan og einstakan stíl heldur er hann ótrúlega léttur á úlnliðnum og úrið því þægilegt í notkun. Önnur úr eru úr málmi, svört, silfurlituð, gyllt og jafnvel með bleikri gyllingu. Skoða vöru

Karmyliege

Stuðningsaðili Vegan Mode, VEGAN FRANCE, franska félagið fyrir efnahagslega veganþróun. Vefverslunin Vegan Mode er viðurkennd af Alþjóðlegudýraverndunarsamtökunum PETA (People for The Ethical Treatment of Animals).

 

Please wait...