0
clear

Heimsendingarþjónusta

Hjá Vegan Vogue er heimsending frí í Frakklandi. Í Evrópusambandinu og Suiss er gjaldið 10 evrur fyrir venjulegan pakka. Til Noregs og Íslands er gjaldið 16 evrur fyrir smápakka og 20 evrur fyrir venjulega sendingu.

Fyrir utan Frakkland er sent til allra annarra Evrópusambandslanda sem og til Sviss, Noregs og Íslands. Ef viðskiptavinur býr fyrir utan þessi áðurnefndu lönd er viðkomandi beðinn um að hafa samband og koma óskum sínum á framfæri við okkur : contact@vegan-vogue.com.

Skil á vöru

Vegan Vogue skiptir öllum vörum innan þrjátíu daga frá kaupum ef varan hefur ekki verið notuð og er í fullkomnu ástandi. Vöruna skal senda í upprunalegum umbúðum, kassa, með  hlífðarpoka, merkimiðum og er sendingarkostnaðurinn alfarið á ábyrgð viðskiptavinar. Einungis vara sem hefur verið vottuð af seljanda er hægt að skipta og vöru sem hefur verið notuð eða skemmd verður ekki skipt.

Viðskiptavinir utan Evrópusambandsins geta þurft að greiða tolla og aðflutningsgjöld eins og lög í viðkomandi innflutningslandi gera ráð fyrir og eru þau gjöld alfarið á ábyrgð viðskiptavina.

Komi upp vandamál vegna framleiðslugalla eða annars er hvert mál tekið fyrir sem einstakt mál og verði sannað að glöp eru af höndum framleiðenda verður skaðinn bættur. Hins vegar eru eðlileg slit vegna notkunar og skemmdir af völdum viðskiptavina vegna vangár alfarið á hans ábyrgð.

Please wait...