0
clear
Þjófóttar konur, frá Chanel til Jean Louis Mahé

Þjófóttar konur, frá Chanel til Jean Louis Mahé

- Catégories : Fréttir

Gleðilegt ár ! Eftir hátíðir og gleði í janúarbyrjun er nausynlegt að gera einhverjar breytingar, sumir fara í íþróttir og aðrir í göngur, svo eru þeir sem breyta öllu inni hjá sér. En það er einnig hægt að horfast í augu við nýja árið með nýja skó á fótum svo hægt sé að halda ákveðinn framávið og þá er nú ekki slæmt að vera með nýja strigaskó í farteskinu ! Vegan Mode byrjar árið með því að kynna nýja skólínu frá Jean Louis Mahé, ,,Sneakers“ í þremur litumEftir hátíðir og gleði í janúarbyrjun er nausynlegt að gera einhverjar breytingar, sumir fara í íþróttir og aðrir í göngur, svo eru þeir sem breyta öllu inni hjá sér. En það er einnig hægt að horfast í augu við nýja árið með nýja skó á fótum svo hægt sé að halda ákveðinn framávið og þá er nú ekki slæmt að vera með nýja strigaskó í farteskinu ! Vegan Mode byrjar árið með því að kynna nýja skólínu frá Jean Louis Mahé, ,,Sneakers“ í þremur litum. 

En afhverju ekki að staldra við og skoða tískusöguna þar sem að íþróttaskór eru eins og margt annað upphaflega notaðir af körlum. Kíkjum á það sem konur hafa í gegnum tíðina tekið að láni úr fataskápum herranna.  

Í yfir hundrað ár hafa konur stolið öllu steini léttara í herratísku. Til dæmis má nefna föt í sportlegum stíl og strandfatnaðað sem Coco Chanel skildi vel að væri málið þegar hún opnaði búð í strandbænum Deauville í Normandí-héraði árið 1913, þremur árum eftir opnun ,,Chanel Mode“ og seldi hatta á númer 21 rue Cambon í París þar sem æ síðan hafa verið aðalstöðvar Chanel. Coco eins og oft frumkvöðull, fyrst til að selja þennan fatnað og á árunum fyrir og eftir 1930 byrjaði hún að framleiða baðföt, hin svokölluðu náttföt fyrir ströndina urðu til. Eftir þetta létu konur ekkert stöðva sig í framþróuninni !  

Yves Saint Laurent kynnir fyrsta smóking jakkann í hátískunni 1966, þessa flík sem verður tákn fyrir hönnun hans og fylgir alla tíð síðan, enn ein byltingin í kvenfatnaði var komin upp á yfirborðið. Oft var sagt að Coco Chanel hefði frelsað konur, þegar talað er um tískuhonnun, en að Saint Laurent hafi gefið þeim völd. Kona í buxnadragt verður jafningi karlmannsins. Smókíngurinn var í upphafi karlmannsflík, notuð í reykherbergjum til að hlífa kvöldklæðnaði karla þegar þeir reyktu vindla eftir kvöldverð. Hann verður klassískur í kvöldklæðnaði karla en með YSL einnig í kvenklæðnaði. Hann seldist hins vegar illa í upphafi hjá hátískuviðskiptavinunum, ekki einn pantaður eftir tískusýninguna. Flíkin er hins vegar rifin út hjá yngri konum og oft á tíðum vinnandi undir merkjum SAINT LAEURENT rive gauche. Þessi flík verður svo fastagestur í ýmsum myndum á hverri tískusýningu Saint Laurent allt þar til að hann dregur sig í hlé 2002.

Enn má rekja sögu flíkur sem á upphaf sitt meðal karla eins og rykfrakkinn. ,,Trench coat“ er nafnið og kemur frá ,,Trench“ það er að segja, skotgröf. Hann var nefnilega hannaður fyrir breska herinn á tímum Fyrri Heimstyrjaldarinnar fyrir hermenn í skotgröfum þar sem Bandamenn og Þjóðverjar börðust, til að verjarst regni og moldardrullu. Trencinn verður svo herrayfirhöfn á almennum markaði áður en hann breytist í kvenfrakka.  

Konur láta sífellt meira til sín taka og leita að auknum þægindum og frelsi í klæðnaði og á sjöundaáratugnum vilja konur fá þægilega skó í daglegt líf og taka upp á því að nota íþróttaskó við ýmis tækifæri. Á áttunda áratugunum skellur á arobic-æði og Jane Fonda fer þar framarlega. Sífellt fleiri hanna þægilega skó og nú halda konur í stórborgum á hæluaskóm í hendinni á leið í vinnu með strigaskó á fótum. Í seinni tíð breytast kröfur um efnisinnihald og framleiðslu, nú þurfa strigaskór að vera úr umhverfisvænni efnum, ekki vera framleiddir í Asíu fyrir lúsarlaun í barnaþrælkun og helst að vera vegan. 

Virginie Barbier hjá Jean Louis Mahé bregst við þessum kröfum og í rökréttu framhaldi sögunnar sendir hún nú frá sér þægilega ,,Sneakers“ í takti við kröfur nútímakvenna. Þeir eru unnir í sátt við umhverfi og án allra dýraefna, fullkomnir í daglegt líf því konur vilja vera umhverfisvænar og vegan.

Strigaskór Jean Louis Mahé eru léttir og ótrúlega þægilegir en einnig í takti við tíman og fást í tindrandi bláu enda blátt litur ársins 2020. Svo eru þeir svartir fyrir þær sem vilja vera öruggar og klassískar og ljós gylltir fyrir þær sem fljótlega ætla að láta sér dreyma um sól og sumarhita því loksins er sólin farin að hækka á himni og þá er nú gaman að vera í skóm frá JLM !

Partager ce contenu

Please wait...