0
clear
Hundagangan mikla á Frönsku Ríveríunni

Hundagangan mikla á Frönsku Ríveríunni

- Catégories : Fréttir

Á sunnudag fer fram í þriðja sinn viðburður sem er ætlað að koma yfirgefnum hundum á ný heimili, The Walking dogs. Þetta fer fram hér á Frönsku Ríveriunni, nánar tiltekið á strönd borgarinnar Villeneuve-Loubet sem er í um korters keyrslu frá Nice. Sjálfboðaliðar frá dýraverndunarsamtökum ganga með hundanna á ströninni en síðan er haldið á jólamarkaðinn Marché de Noël de la Marina þar sem áhugasömum gefst frekari kostur á að kynnast hundum sem þeir hafa áhuga á að ættleiða.

Frakkland á nefnilega óskemmtilegt Evrópumet en það er 100.000 hundar og kettir settir út í kuldann af eigendum sínum, sérstaklega þegar á að fara á sólarströnd í frí yfir sumarið. Oft hefst þessi hörmungar saga um jólin með lifandi jólagjöf en þegar skildur og umönun fer að fara í taugarnar á eigendum endar þetta svona. Því er markmiðið alls ekki að gefa fólki kost á að ættleiða ,,jólagjafir » heldur að taka að sér dýr sem hefur upplifað þá hræðilegu reynslu að vera yfirgefið af eiganda sínum og fjólskyludu. Vegan Mode er það sérstök ánægja að vekja athygli á þessum viðburði með nokkrum orðum.

Eins og gefur að skilja eru það fjölmörk samtök sem vinna í þágu dýra, hvort sem er gæludýra eða annarra, ekki skrýtið ef litið er á fyrrnefnt Evrópumet Frakka. Ýmsar ótúlegar sögur eru sagðar af björgun dýra sem hafa verið dögum eða vikum saman lokuð inni án þess að hafa mikið í sig eða þá koma úr ólýsanlegum eldisstöðum þar sem aðeins er hugsað um gróða og velferð dýranna einskins virði. 

Markir vilja heldur hvolp eða kettling en það eru því miður þúsundir dýra sem hugsanlega mætti hjálpa með því að ættleiða í stað þess að kaupa lítið dýr. Þessi dýr eru auðvitað döpur en bíða aðeins þess að komast í gott umhverfi og gefa ást og umhyggju þeim sem vilja. Dýrin eiga ekki að fara undir jólatré heldur eignast gott heimili og góða fjölsklyldu. Það er ASA 06, dýraverndunarsamtök á Frönsku Ríveríunni sem stendur fyrir hundagöngunni á sunnudag

Partager ce contenu

Please wait...